Vinna við rannsóknahús fer nú að verða sýnileg og er búið að steypa fyrsta hluta plötu yfir kjallara og væntanlegt er að fleiri hlutar verið steyptir í nóvember.
Því mun mannvirkið fara að verða sýnilegt frá Hringbrautinni um mánaðamót nóvember/desember og taka á sig mynd í upphafi árs 2025.
Samhliða er verktaki að vinna við tjörgun og einangrun veggja ásamt því sem unnið er við fyllingar. Ekki er gert ráð fyrir að seinustu undirstöður í suðurhluta hússins verði steyptar fyrr en á næsta ári og þá mun sú hlið er snýr að Hringbraut fara að taka á sig mynd.
„Vinna við tengiganga sem tengja bílastæða og tæknihús við rannsóknarhús er mikið til komin vestanmegin við húsið og er vinna norðanmegin að fara af stað.
Í árslok og í byrjun árs 2025 má vænta að fyrstu sendingar af stálvirki í rannsóknahúsi komi til uppsetningar,”segir Jóhann G. Gunnarsson, staðarverkfræðingur hjá NLSH.
Heimild: NLSH.is