Home Fréttir Í fréttum Alls 177 gildar umsóknir um sex lóðir í Innri-Njarðvík

Alls 177 gildar umsóknir um sex lóðir í Innri-Njarðvík

101
0
Mynd: Vf.is

Alls voru 177 gildar umsóknir um sex lausar lóðir við Tjarnabraut í Innri-Njarðvík. Eins og við sögðum frá á dögunum bárust alls 204 umsóknir um lóðirnar sex.

<>

Þar sem umsóknir einstaklinga nutu forgangs var dregið úr 153 umsóknum. Dregið var um 1. 2. og 3. val. Falli umsækjandi í fyrsta vali frá lóðarumsókn gengur lóðin til þess næsta eða þess þriðja ef svo ber undir. Gildir þetta til 1. maí 2025.

Nöfn þeirra sem unnu í lóðaútdrætti umhverfis- og skipulagsráðs má lesa á vef Reykjanesbæjar.

Heimild: Vf.is