Home Fréttir Í fréttum Ódýrar íbúðir seljast hratt en dýrar hæg

Ódýrar íbúðir seljast hratt en dýrar hæg

36
0
Einungis fimm af 14 sveitarfélögum sem áætluðu mestu íbúðafjölgunina náðu að byggja í takt við áætlaða þörf í fyrra. Þetta voru Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fast­eigna­markaður­inn er tví­skipt­ur. Ann­ars veg­ar er mik­il eft­ir­spurn eft­ir ódýr­um íbúðum sem selj­ast hratt og hins veg­ar hef­ur veru­lega dregið úr eft­ir­spurn eft­ir dýr­um íbúðum sem selj­ast hægt.

<>

Þetta kem­ur fram í mánaðar­skýrslu hag­deild­ar Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar.

Þar seg­ir að þessi tví­skipt­ing sé að miklu leyti til kom­in vegna tak­mark­ana Seðlabank­ans á greiðslu­byrði lána sem hafa dregið úr eft­ir­spurn á dýr­ari íbúðum.

„Yfir 20% íbúða sem eru ekki í ný­bygg­ing­um á höfuðborg­ar­svæðinu selj­ast á yf­ir­verði, og er
það hlut­fall áþekkt því sem var á seinni hluta ár­anna 2017 og 2020, þegar mik­ill
eft­ir­spurn­arþrýst­ing­ur var á hús­næðismarkaði,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Á sama tíma hef­ur greiðslu­byrði lána á íbúðum auk­ist tölu­vert og hef­ur hún ekki verið jafn­há fyr­ir verðtryggð lán síðan í fjár­mála­hrun­inu árið 2008.“

Virk­um leit­end­um fækk­ar

Vísi­tala leigu­verðs hef­ur nú lækkað á milli mánaða tvo mánuði í röð. Dregið hef­ur úr eft­ir­spurn­arþrýst­ingi þar sem virk­um leit­end­um á hvern leigu­samn­ing fækk­ar.

Leigu­markaðskönn­un HMS bend­ir þó til að helm­ing­ur leigj­enda búi við íþyngj­an­fi hús­næðis­kostnað. Í alþjóðleg­um sam­an­b­urði býr hátt hlut­fall leigj­enda við íþyngj­andi hús­næðis­kostnað. Inn­an OECD er hús­næðis­kostnaður leigj­enda ein­ung­is meiri í Finn­landi, Nor­egi, Svíþjóð og Hollandi.

Í skýrslu HMS seg­ir að lána­markaður­inn sýni að vaxta­hækk­an­ir séu farn­ar að hafa áhrif. Hlut­fall vaxta­greiðslna af ráðstöf­un­ar­tekj­um fari hækk­andi. Vaxta­gjöld vegna íbúðalána hækkuðu annað árið í röð eft­ir tíma­bil lágra vaxta árin 2020 og 2021 en heim­ili lands­ins greiddu að jafnaði 5,7% af ráðstöf­un­ar­tekj­um í vaxta­gjöld í fyrra og er hlut­fallið það hæsta frá 2016.

Aðeins fimm náðu að byggja í takt við áætlaða þörf

Þá kem­ur fram að bygg­inga­markaður­inn hafi upp­bygg­ing ekki náð að upp­fylla vænta íbúðaþörf í flest­um sveit­ar­fé­lög­um lands­ins.

„Ein­ung­is fimm af 14 sveit­ar­fé­lög­um sem áætluðu mestu íbúðafjölg­un­ina náðu að byggja í takt við áætlaða þörf í fyrra. Þetta voru Garðabær, Hafn­ar­fjörður, Árborg, Ölfus og Akra­nes­kaupstaður“

Heimild: Mbl.is