Home Fréttir Í fréttum Fjölga atvinnurýmum og íbúðum á Garðatorgi

Fjölga atvinnurýmum og íbúðum á Garðatorgi

59
0
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir uppbygginguna stórhuga í samhengi torgsins. mbl.is/Arnþór

Til stend­ur að auka at­vinnu­rými og fjölga íbúðum á Garðatorgi til muna og von­ast er til að fram­kvæmd­ir geti haf­ist næsta sum­ar eða haust. Kostnaðarmat ligg­ur þó ekki fyr­ir og enn á eft­ir að semja um út­færsl­una við eig­end­ur Garðatorgs 1.

<>

Alm­ar Guðmunds­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar, seg­ir ásókn í versl­un og þjón­ustu á Garðatorgi fara ört vax­andi og þar með tæki­færi fal­in í því að ganga í upp­bygg­ingu á svæðinu.

Kynn­ing á mál­efn­um Garðatorgs og fyr­ir­hugaðri upp­bygg­ingu á torg­inu fór fram á fundi bæj­ar­ráðs Garðabæj­ar í gær.

Hús­næðið ekki í eigu bæj­ar­fé­lags­ins

„Við erum að leggja í þá veg­ferð að skoða breyt­ing­ar á skipu­lagi þannig að hús­næðið að Garðatorgi 1 taki breyt­ing­um, þannig við auk­um at­vinnu­rými og eft­ir at­vik­um fjölg­um íbúðum á svæðinu eitt­hvað líka.“

Hann seg­ir þau sjá fyr­ir sér stækk­un á hús­næðinu við Garðatorg 1, en að eft­ir eigi að út­færa það.

Ráðhús Garðabæj­ar við Garðatorg. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Hús­næðið er þó ekki í eigu Garðabæj­ar held­ur fast­eigna­fé­lags­ins Heim­ar. Alm­ar seg­ir að viðhaft verði eðli­legt sam­ráð við hags­munaaðila og íbúa á svæðinu.

„Í ein­hverj­um skiln­ingi erum við að loka hringn­um. Hér hafa risið at­vinnu­hús­næði og íbúðir í bland. Flest þess­ara húsa eru með at­vinnu á neðstu hæðum og íbúðir uppi og við erum í raun að huga að því að klára hring­inn í því. Þannig að það verði fleiri íbúðir á svæðinu, en um leið að húsið verði stækkað með til­liti til at­vinnu­hús­næðis líka.“

Stefna að fram­kvæmd næsta sum­ar eða vor

Spurður út í tíma­áætl­un fyr­ir­hugaðra fram­kvæmda seg­ir Alm­ar að vet­ur­inn muni að mestu fara í kynn­ing­ar­vinnu fram­kvæmd­anna og form­gera skipu­lagstil­lög­una, af­greiða hana eft­ir til­lög­um og breyt­ing­um. Fari allt að ósk­um verði fyr­ir­huguð upp­bygg­ing kom­in á fram­kvæmd­arstig næsta sum­ar eða haust.

„Við erum mjög upp­tek­in af því að koma mál­inu hratt og vel áfram, en um leið í eðli­legu sam­ráði við íbúa.“

Hann seg­ir tæki­færi einnig fal­in í því að efla sam­fé­lagsviðburði á torg­inu, til að mynda menn­ing­ar­lega listaviðburði og úti­markaði.

Útimarkaður á Garðatorgi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Stór­tæk­ar breyt­ing­ar en ekki um­bylt­ing

Hann seg­ir kostnaðarmat ekki liggja fyr­ir og tek­ur sem dæmi að semja þurfi við eig­end­ur Garðatorgs 1 áður en hægt verði að meta kostnað.

„Við erum þó bjart­sýn og deil­um áhuga á svæðinu, báðir aðilar sjá tæki­fær­in í frek­ari upp­bygg­ingu.“

Spurður seg­ir hann fyr­ir­hugaða upp­bygg­ingu stór­tæka í sam­hengi við um­fang torgs­ins, en að í fer­metr­um talið sé ekki verið að um­bylta því sem slíku.

„Þetta er nauðsyn­leg viðbót sem styður vel við það sem þegar hef­ur verið gert hérna.“

Heimild: Mbl.is