Home Fréttir Í fréttum 12 milljónir í snaga en bókakaup skorin niður

12 milljónir í snaga en bókakaup skorin niður

147
0
Hildur segir útgjöldin skjóta skökku við. Samsett mynd

Tæp­um tólf millj­ón­um króna var eytt í kaup og upp­setn­ingu á sér­stök­um hönn­un­ar­snög­um í Álfta­mýr­ar­skóla í Reykja­vík.

<>

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, seg­ir út­gjöld­in skjóta skökku við nú þegar borg­in hef­ur skorið niður bóka­kaup skóla­bóka­safna um tíu millj­ón­ir króna.

Vakti furðu í skól­an­um
Það var kenn­ari í Álfta­mýr­ar­skóla sem vakti at­hygli borg­ar­full­trú­ans á snög­un­um. Hild­ur kallaði í fram­hald­inu eft­ir upp­lýs­ing­um um kostnað vegna þeirra.

„Oft eru það litlu mál­in sem eru besta birt­ing­ar­mynd­in af bruðlinu í borg­inni. Kenn­ar­ar eru núna og skóla­sam­fé­lagið að kalla eft­ir aukn­um stuðningi inn í skól­ana og allt ann­ars kon­ar fjár­stuðningi en birt­ist okk­ur í þess­um snög­um,“ seg­ir Hild­ur í sam­tali við mbl.is.

„Viðkom­andi vakti at­hygli mína á þessu vegna þess að þetta hafði vakið furðu í skól­an­um. Skóla­sam­fé­lagið hef­ur verið að kalla eft­ir ýms­um úr­bót­um og fær oft þau svör að ekki séu til næg­ir fjár­mun­ir, þannig að það vakti undr­an að hægt væri að eyða slík­um fjár­mun­um í þessa snaga.“

Hér má sjá snag­ana. Ljós­mynd/​Aðsend

Slá­andi töl­ur
Borg­in ákvað á síðasta ári að skera niður bóka­kaup skóla­bóka­safna um tíu millj­ón­ir króna.

Morg­un­blaðið og mbl.is hafa fjallað ít­ar­lega um vanda ís­lenska skóla­kerf­is­ins síðustu mánuði. Meðal ann­ars hef­ur verið greint frá því að lestr­aráhugi barna hafi hrunið frá alda­mót­um og að stór hluti nem­enda á yngsta stigi nái ekki sett­um viðmiðum þegar kem­ur að lestr­ar­færni.

„Við erum núna í gríðarlega mik­il­vægri umræðu um stöðu skóla­kerf­is­ins og þann vanda sem blas­ir við. Við erum að horfa á mjög slá­andi töl­ur um læsis­vanda barna og þá skýt­ur það veru­lega skökku við þegar ákveðið er sam­hliða að skera niður til bóka­kaupa á skóla­bóka­söfn­um,“ seg­ir Hild­ur.

Álfta­mýr­ar­skóli. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Snag­arn­ir rædd­ir í „Borg­inni“
Hild­ur vakti at­hygli á snaga­kaup­un­um í nýj­um hlaðvarpsþætti sem ber heitið Borg­in. Þar ræða þau Friðjón Friðjóns­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, um borg­ar­mál­in, eins og heiti hlaðvarps­ins gef­ur til kynna.

„Það er hægt að fleygja 12 millj­ón­um í snaga, ekki nokk­urt mál. Hönn­un­ar­snag­ar á 12 millj­ón­ir. En bæk­ur fyr­ir börn sem glíma við læsis­vanda, það hent­ar ein­hvern veg­inn ekki,“ sagði Hild­ur þar meðal ann­ars.

Hún sagði gagn­rýn­ina alls ekki snú­ast um hönn­un snag­anna held­ur ein­fald­lega að þetta sé ekki það sem skóla­sam­fé­lagið þurfti á að halda „þegar skorið er við nögl á ýms­um furðuleg­um stöðum“.

„Svo er auðvitað annað. Meiri­hlut­inn seg­ist fara í hundrað hagræðing­araðgerðir, en eng­in þeirra hreyf­ir nál­ina í rekstr­in­um, þetta er allt eitt­hvað lítið eitt, hér og þar, þegar það þarf auðvitað að ráðast á þetta stjórn­kerfi og þetta mill­i­stjórn­enda­lag, þenn­an gríðarlega starfs­manna­fjölda og þetta of­vaxna kerfi,“ sagði Hild­ur jafn­framt.

„Þetta er auðvitað bara al­gjör­lega aug­ljóst mál, það bara þorir eng­inn að segja það og það þorir eng­inn að taka á því.“

Heimild: Mbl.is