Home Fréttir Í fréttum Birkimelur í Varmahlíð, íbúðarhúsalóðir til úthlutunar

Birkimelur í Varmahlíð, íbúðarhúsalóðir til úthlutunar

54
0
Lausar lóðir við Birkimel

 

<>

Birkimelur nr. 29, 31, 33, 35, 50, 52 og 54 – einbýlishúsalóðir

Birkimelur nr. 13-15, 17-19 og 21-23 – parhúsalóðir

Birkimelur nr. 34-40 og 42-48 – raðhúsalóðir

Fyrir liggur staðfest deiliskipulag fyrir Birkimel í Varmahlíð með tíu einbýlishúsalóðum, tveimur raðhúsalóðum og þremur parhúsalóðum.

Skipulagsnefnd Skagafjarðar auglýsir til úthlutunar lausar lóðir við Birkimel, einbýlishúsalóðirnar Birkimel 29, 31, 33, 35, 50, 52 og 54, parhúsalóðirnar Birkimel 13-15, 17-19 og 21-23 og raðhúsalóðirnar Birkimel 34-40 og 42-48 í samræmi við úthlutunarreglur Skagafjarðar, dags. 4. maí 2022.

Sótt er um lóðir hér á heimasíðu undir Lausar lóðir

Um úthlutun lóðanna gilda reglur um úthlutun byggingarlóða í Skagafirði

Lóðirnar eru auglýstar frá og með 16. október 2024 til og með 1. nóvember 2024.

Umsóknir skulu vera í samræmi við úthlutunarreglur Skagafjarðar og frestur lóðarhafa til framkvæmda skv. 10. gr. úthlutunarreglna. Hægt er að nálgast úthlutunarreglur á vef sveitarfélagsins, undir: Reglur og samþykktir, Húsnæðis- og fasteignamál.

Einungis er hægt að sækja um eina lóð og aðra tilgreinda lóð til vara. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar

Heimild: Skagafjordur.is