Home Fréttir Í fréttum Tugir milljóna í ýmsan kostnað eftir fall Hamarshallarinnar

Tugir milljóna í ýmsan kostnað eftir fall Hamarshallarinnar

51
0
Hamarshöllin fauk í óveðri í febrúar 2022. Ljósmynd/Friðrik Sigurbjörnsson

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Hveragerðis voru lagðar fram upplýsingar um kostnað Hveragerðisbæjar vegna ýmissa verkþátta eftir fall Hamarshallarinnar árið 2022.

<>

Bæjarfulltrúar D-listans óskuðu eftir upplýsingum um heildarkostnað vegna rútuaksturs og salarleigu fyrir æfingar Íþróttafélagsins Hamars utan Hveragerðis frá ágúst 2022 til dagsins í dag og einnig hver væri heildar hönnunar- og ráðgjafakostnaður við íþróttamannvirki í Hveragerðisbæ frá júní 2022 til dagsins í dag.

Kostnaður Hveragerðisbæjar við salarleigu á tímabilinu er rúmar 6,8 milljónir króna og vegna rútuaksturs frá því honum var breytt í september 2023 tæplega 21,2 milljónir króna eða samtals tæpar 28 milljónir króna.

Sérfræðikostnaður vegna Hamarshallar er 17,1 milljón króna, vegna íþróttahúss fyrir neðan þjóðveg 1,7 milljónir, vegna gervigrasvallar 12,1 milljón og vegna viðbyggingar við íþróttahúsið 4,5 milljónir. Samtals er sérfræðikostnaður vegna hönnunar- og ráðgjafakostnaður við íþróttamannvirki í Hveragerðisbæ á þessu tímabili tæpar 35,4 milljónir króna.

Heimild: Sunnlenska.is