Home Fréttir Í fréttum Vill fjármagna íbúðalán erlendis

Vill fjármagna íbúðalán erlendis

104
0
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Ljósmynd: Eyþór Árnason

Bankastjóri Arion banka myndi vilja nýta hátt lánshæfismat á sértryggðum skuldabréfum bankans til að sækja fjármögnun íbúðalána erlendis frá. Grunnur gjaldeyrismarkaður hérlendis kemur í veg fyrir það.

<>

„Við horfðum inn á við í fyrra og endurskrifuðum m.a. stefnu og gildi bankans og settum okkur innri þjónustuviðmið. Við lögðum mikið í að efla okkur enn frekar sem þjónustufyrirtæki.

Árin á undan var áherslan fyrst og fremst að bæta arðsemi bankans, sem var óviðunandi. Það hefur gengið vel og því hefur skapast svigrúm til að líta meira inn á við og á þjónustuna sem við veitum,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka

Enn betri taktur hafi jafnframt komist í samspil á milli banka- og tryggingarekstursins en tryggingafélagið Vörður er undir hatti Arion banka-samstæðunnar.

„Í fyrra bættist Vörður við útibúið á Selfossi og á þessu ári við útibúin á Höfða og Smáratorgi. Vörður er að vaxa í samræmi við vaxtamarkmið sem snýst um að hrein iðgjöld vaxi um 3% umfram markaðinn. Það tókst í fyrra og virðist einnig ætla að takast á þessu ári.“

Gjaldeyrismarkaður of grunnur
Eitt af stóru verkefnum síðasta árs hjá bankanum fólst í endurskoðun á vali á fyrirtækjum sem sjá um að lánshæfismeta bankann.

„S&P sá lengi um það og svo fyrir nokkrum árum fengum við Moody‘s einnig inn. Á endanum var svo tekin ákvörðun um að vera bara með Moody‘s. Við erum stolt og ánægð með að vera komin með lánshæfismat frá Moody‘s á sértryggðu skuldabréfin okkar sem er hærra en lánshæfismat ríkissjóðs.“

Benedikt kveðst helst vilja nýta þann styrk sem því fylgir til að sækja fjármögnun íbúðalána erlendis frá, með útgáfu sértryggðra skuldabréfa, í stað þess að gefa út sértryggð skuldabréf hér á landi á háu vaxtaálagi.

Íslenski gjaldeyrismarkaðurinn sé aftur á móti of grunnur til að það geti talist raunhæfur möguleiki. „Í Noregi eru um 60% af íbúðalánum fjármögnuð fyrir utan Noreg. Þar er gjaldeyrismarkaðurinn mun dýpri en hér heima svo norskir bankar geta skipt þessari fjármögnun yfir í norskar krónur. Ef þetta væri mögulegt á Íslandi væru vaxtakjör íbúðalána mun betri en raun ber vitni.“

Heimild: Vb.is