Home Fréttir Í fréttum Rangárþing ytra samþykkir framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar

Rangárþing ytra samþykkir framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar

87
0
Fyrirhuguð Hvammsvirkjun í Þjórsá.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum í morgun umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá.

<>

Áður höfðu umhverfis-, hálendis og samgöngunefnd og skipulags- og umferðarnefnd tekið umsóknina til umfjöllunar og báðar samþykkt að sveitarstjórn veitti leyfið.

Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra hefur því verið falið, að uppfylltum skilyrðum, að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við framlögð gögn og gildandi ákvæði og reglugerðir.

Fundargerð sveitarstjórnar

Heimild: Sunnlenska.is