Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hafnar á Húsavík á vegum Bjargs

Framkvæmdir hafnar á Húsavík á vegum Bjargs

75
0
Mynd: Framsyn.is

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

<>

Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd, „Almene boliger“. Fyrstu íbúðir voru afhentar leigutökum í júní 2019 á höfuðborgarsvæðinu.

Framsýn hefur lengi barist fyrir því að Bjarg komi að því að byggja leiguhúsnæði fyrir tekjulága á Húsavík og víðar á félagssvæðinu enda sé grundvöllur fyrir því.

Það er í fullu samstarfi við sveitarfélgin og verkalýðsfélögin í Þingeyjarsýslum. Nú ber svo við að hafnar eru framkvæmdir við sex íbúða raðhús á Húsavík.

Eftir því sem best er vitað eiga íbúðirnar að vera klárar á næsta ári fyrir félagsmenn Framsýnar, Þingiðnar og Starfsmannafélags Húsavíkur sem eru á leigumarkaði.

Þá hafa félagsmenn innan aðildarfélaga ASÍ og BSRB sem búa utan félagssvæðið stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum einnig aðgengi að íbúðunum.

Full ástæða er til að fagna þessum áfanga. Norðurþing kemur að þessu verkefni með Bjargi íbúðafélagi. Hér er hægt að lesa frekar um starfsemi Bjargs íbúafélags: https://www.bjargibudafelag.is/

Heimild: Framsyn.is