Heildarkostnaður við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá er nú kominn upp í 18 milljarða króna skv. áætlunum, en þá er fjármagnskostnaður meðtalinn. Án hans er kostnaðurinn áætlaður 14,3 milljarðar og er þá kostnaður við vegagerð beggja vegna brúarinnar meðtalinn.
Ríkisábyrgðarsjóður hefur verið með til skoðunar hvort veggjöld geti staðið undir kostnaði við framkvæmdirnar og var niðurstaðan sú að ekki væri raunhæft að svo yrði fyrstu tíu árin eftir að brúin verður tekin í notkun. Því muni þurfa að koma til framlög úr ríkissjóði sem Alþingi þarf að heimila með lagasetningu.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is