Home Fréttir Í fréttum Gröfurnar mæta á fimmtudag og byrja að rífa grasið af Laugardalsvelli

Gröfurnar mæta á fimmtudag og byrja að rífa grasið af Laugardalsvelli

132
0
©Torg ehf / Valgardur Gislason

Framkvæmdir hefjast á Laugardalsvelli á fimmtudag, þá verður grasið á Laugardalsvelli rifið og byrjað að leggja nýtt.

<>

Guðmundur Benediktsson sagði frá þessu á Stöð2 Sport í gær þar sem leikurinn gegn Tyrkjum var sýndur.

„Samkvæmt mínum upplýsingum verður grasið rifið strax á fimmtudaginn,“ sagði Guðmundur í beinni útsendingu.

Skipt verður um undirlag, hiti verður lagður undir völlinn og síðan verður Hybrid-gras lagt á völlinn.

Ljóst er að framkvæmdirnar munu taka einhvern tíma og óvíst hvenær verður hægt að spila á vellinum á næsta ári.

Heimild: Dv.is