Home Fréttir Í fréttum Mislæg gatnamót eða jarðgöng

Mislæg gatnamót eða jarðgöng

82
0
Reykjanesbraut/Lækjargata. Þarna er þung umferð mbl.is/sisi

Vega­gerðin hef­ur boðið út vinnu við yf­ir­ferð, end­ur­skoðun og upp­færslu fyr­ir­liggj­andi frumdraga vegna Reykja­nes­braut­ar í Hafnar­f­irði, frá Álfta­nes­vegi að Lækj­ar­götu.

<>

Fram kem­ur í útboðslýs­ingu að um sé að ræða sam­ræm­ingu hönn­un­ar­vinnu og grein­inga úr tvenn­um frumdrög­um, ann­ars veg­ar mis­læg­um lausn­um í nú­ver­andi veg­stæði skv. gild­andi aðal­skipu­lagi og hins veg­ar jarðgöng­um í gegn­um Set­bergs­ham­ar.

Verk­efnið er hluti af sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins. Sam­kvæmt upp­færðum sátt­mála eiga fram­kvæmd­ir að hefjast á þess­um kafla árið 2028.

Val bjóðanda fer fram á grund­velli hæf­is­mats og á grund­velli matsþátta og verðs. Ber bjóðanda að leggja fram til­boð sitt í tveim­ur hlut­um, þ.e. um hæfni og verðtil­boð.

Nán­ar má lesa um málið í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is