Home Fréttir Í fréttum Hagkvæmt húsnæði í Úlfarsárdal afhent fyrstu kaupendum

Hagkvæmt húsnæði í Úlfarsárdal afhent fyrstu kaupendum

127
0
Mynd: Reykjavik.is

Fyrstu kaupendur hagkvæms húsnæðis í Úlfarsárdal fengu lykla afhenta fyrir íbúðir sínar fyrir helgi að Einari Þorsteinssyni borgarstjóra viðstöddum.

<>

Alls eru 52 íbúðir við Rökkvatjörn og Skyggnisbraut í Úlfarsárdal hluti af verkefni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir fyrstu kaupendur og kaupendur undir 40 ára.

Urðarsel ehf. fékk lóðinni úthlutað undir formerkjum um hagkvæmt húsnæði og hefur af miklum metnaði byggt þar upp með samstarfsaðilum, en Alverk ehf. sá um framkvæmdina í aðalverktökusamningi.

Húsið er Svansvottað þar sem markvisst var unnið að því að minnka umhverfisáhrif framkvæmdanna, meðal annars með kröfum um lága orkunotkun hússins og ríka áherslu á öruggari og umhverfisvænni efni. Arkitekt hússins er Helgi Mar Hallgrímsson hjá Arkþing Nordic.

Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins afhenti viðurkenningu fyrir Svansvottun húsnæðisins. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Urðarsels, tók við viðurkenningunni. Mynd: Reykjavik.is

Alls um 700 íbúðir eru hagkvæmt húsnæði
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri var ákaflega ánægður að hitta hópinn sem fékk íbúðir afhentar. Verkefnið um hagkvæmt húsnæði gæfi ungu fólki tækifæri til að móta sína framtíð og það er mikilvægt fyrir borgina að vera í samstarfi við aðila sem byggja falla og af miklum gæðum, sagði Einar.

Alls eru um 700 íbúðir sem falla undir verkefnið um hagkvæmt húsnæði. Þegar hefur verið flutt inn í sumar þeirra og fleiri eru á leiðinni.

Um sölu hagkvæms húsnæði fyrir fyrstu kaupendur og kaupendur undir 40 ára gilda skilmálar til að tryggja að hagkvæm lóðasala skili sér til fyrstu eigenda og í endursölu eigna síðar. Verðin eru m.a. fest í byggingarvísitölu, sem skilar sér í lægra söluverði.

Mynd: Reykjavik.is

Lægra verð en á almennum markaði
Alls sóttu 139 um íbúðir við Rökkvatjörn og Skyggnisbraut. 66 umsóknir voru um 2ja herbergja, 52 um 3ja herbergja og 19 um 4ra herbergja íbúðir. Dregið var úr hópi umsækjenda í viðurvist lögfræðinga í Ráðhúsi Reykjavíkur í sumar.

„Mikill skortur hefur verið á litlum íbúðum fyrir unga og fyrstu kaupendur en í þessum þremur húskjörnum erum við með hátt hlutfall af litlum íbúðum sem er mikilvægt til að halda verði lágu kaupverði á fyrsta heimilinu.“, sagði Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Urðarsels.

Rökkvatjörn er nærri Leirtjörn efst í Úlfarsárdal, skammt frá Úlfarsfelli. Hér er útsýni af svölum á efstu hæð. Mynd: Reykjavik.is

„Það er því mjög ánægjulegt að geta boðið upp á hagkvæman kost fyrir fyrstu kaupendur, en söluverð t.d. minnstu íbúðanna er á bilinu 37-38 milljónir króna sem er töluvert lægra en gengur og gerist á almennum markaði. Þá var lögð áhersla á græna fjármögnun sem var fengin í gegnum Íslandsbanka.“

Arkþing Nordic teiknaði húsin og Fasteignasalan Sunna sá um söluferlið.

Heimild: Reykjavik.is