Home Fréttir Í fréttum Byggja hæsta skýjakljúf veraldar

Byggja hæsta skýjakljúf veraldar

124
0
Ljósmynd: epa

Framkvæmdir við turninn í Jeddah hófust að nýju fyrir nokkrum dögum.

<>

Framkvæmdir við nýjan skýjakljúf í Jeddah í Sádí-Arabíu, sem á að teygja sig meira en kílómetra til himins, hófust árið 2013. Síðan þá hefur gengið á ýmsu og framkvæmdir legið niðri um árabil.

Í síðustu viku hóf Prince Alwaleed bin Talal vinnu að nýju við skýjakljúfinn sem nefnist Jeddah turninn. Upphaflega átti byggingin að vera 1,6 kílómetra há en horfið var frá þeim áformum og verður endanleg stærð líklega rétt ríflega 1.000 metrar.

Tölvuteikning af Jeddah Tower.

Hönnuður skýjakljúfsins er Adrian Smith eða sá sami og hannaði Burj Khalifa í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Burj Khalifa er í dag hæsti skýjakljúfur veraldar en byggingin er nákvæmlega 829,8 metra há. Í Jeddah turninum verður hótel, sem og íbúðir, verslanir og skrifstofur.

Heimild: Vb.is