Home Fréttir Í fréttum Gríðarlega margir beðið eftir þessari opnun

Gríðarlega margir beðið eftir þessari opnun

140
0
Opnað var á umsóknir fyrir lánin í síðustu viku. Samsett mynd/Aðsend/mbl.is/Sigurður Bogi

Á bil­inu 30 til 40 samþykkt kauptil­boð eru far­in eða eru á leið í um­sókn­ar­ferli vegna hlut­deild­ar­lána hjá fast­eigna­söl­unni Ás í Hafnar­f­irði.

<>

Opnað var á nýj­an leik fyr­ir um­sókn­ir um lán­in hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un, HMS, í síðustu viku. Lokað hafði verið fyr­ir um­sókn­irn­ar frá því í maí.

„Þetta er eitt­hvað sem gríðarlega marg­ir hafa beðið eft­ir. Þetta er seint til komið og ég hefði viljað sjá þessa opn­un koma miklu fyrr,“ seg­ir Aron Freyr Ei­ríks­son, einn af eig­end­um hjá Ás.

Mik­il upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað í Hamra­nesi. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Fram kom í til­kynn­ingu HMS að til út­hlut­un­ar fyr­ir um­sókn­ar­tíma­bilið núna, frá 4. til 21. októ­ber, verði 800 millj­ón­ir króna. Dugi fjár­magnið ekki til verður dregið af handa­hófi úr um­sókn­um þeirra sem upp­fylla skil­yrði lán­anna.

Hlut­deild­ar­lán eru veitt til kaupa á nýj­um hag­kvæm­um íbúðum sem hafa verið samþykkt­ar af HMS. Í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um eru eldri íbúðir utan höfuðborg­ar­svæðis­ins samþykkt­ar ef þær hafa verið gerðar upp sem nýj­ar.

Útsýni yfir Reykja­vík frá Höfðatorgi. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Býst við um­fram­eft­ir­spurn
Aron Freyr seg­ir eft­ir­spurn­ina hafa verið mikla eft­ir að opnað var á nýj­an leik fyr­ir hlut­deild­ar­lán­in. Marg­ar af um­sókn­un­um um lán­in hafi verið bún­ar að bíða ansi lengi, eða síðan í vor. Hann tel­ur að um­fram­eft­ir­spurn verði í sjóðinn sem út­hlutað verður úr á um­sókn­ar­tíma­bil­inu.

Miðað við að meðal­sölu­verð íbúðanna hjá Ás, sem eru farn­ar eða á leið í um­sókn­ar­ferli vegna hlut­deild­ar­lán­anna, er 65 millj­ón­ir króna á hverja íbúð þá sækj­ast kaup­end­ur, bara hjá þeirri fast­eigna­sölu, eft­ir um 450 til 500 millj­ón­um króna í hlut­deild­ar­lán. Sú upp­hæð nær því hátt upp í heild­ar­út­hlut­un­ina upp á 800 millj­ón­ir króna.

Aron Freyr Ei­ríks­son.

Vill end­ur­skoða há­marks­verð
„Það var því gott að sjá að í fjár­lög­um næsta árs sé gert ráð fyr­ir enn stærri sjóð í hlut­deild­ar­lán og stofn­fram­lög held­ur en í ár þar sem eft­ir­spurn­in eft­ir hlut­deild­ar­lán­un­um er mjög mik­il og hef­ur farið vax­andi,“ seg­ir Aron Freyr, sem tel­ur að end­ur­skoða þurfi há­marks­verð íbúða sem geta fallið und­ir hlut­deild­ar­lán­in á næstu miss­er­um. Ágætt fram­boð íbúða hafi til að mynda verið í Hamra­nesi, sem falli und­ir skil­yrðin, en fast­eigna­verð hafi þó hækkað.

„Hækk­un á há­marks­verði gæti stór­aukið fram­boð þeirra íbúða sem falla und­ir hlut­deild­ar­lán­in en sem dæmi voru að koma á sölu í síðustu viku 40 nýj­ar íbúðir í hverf­inu en aðeins fjór­ar þeirra falla und­ir hlut­deild­ar­lán­in vegna reglna um há­marks­verð,“ grein­ir hann frá.

Heimild: Mbl.is