Home Fréttir Í fréttum 31.05.2016 Norðfjarðargöng (92): Stjórnkerfi

31.05.2016 Norðfjarðargöng (92): Stjórnkerfi

64
0

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í gerð stjórnkerfis í Norðfjarðargöng. Framkvæmdin sem hér um ræðir nær yfir gerð stjórnkerfis í Norðfjarðargöng en þau eru um 7,9 km löng, á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Stjórnkerfið hefur það hlutverk að fylgjast með ástandi í göngunum, skrá það, stjórna loftræsingu og láta vita af öllum bilunum og ef skapast hættusástand. Innifalið í verkinu er smíði stjórn- og símaskápa, iðntölvubúnaður, forritun búnaðarins samkvæmt verklýsingu, prófun búnaðarins og gerð handbóka um kerfið.

<>

Helstu magntölur eru:

Helstu magntölur verksins eru:

·         Stjórnskápar                 6 stk.

·         Símaskápar                 25 stk.

·         Símaklefar                     6 stk.

·         Iðntölvubúnaður

·         Forritum stjórnkerfis samkvæmt kröfum

·         Prófun alls búnaðar

·         Gerð handbóka um kerfið

Verki skal lokið að fullu 30. apríl 2017.

Útboðsgögn verða seld á minnislykli hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 Reykjavík (móttaka) frá mánudeginum 9. maí  Verð útboðsgagna er 4000 kr.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 31 . maí  2016 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 sama dag.