Home Fréttir Í fréttum Semja um kaup á Perlunni

Semja um kaup á Perlunni

85
0

Eigendur Perlu norðursins semja um kaup á húsinu og tönkum með það fyrir augum að stækka starfsemina og fá leyfi til að byggja meira en nú er þegar samþykkt.

<>

Eigendur Perlu norðursins semja nú um kaup á fasteigninni og byggingarrétti þar um kring. Félagið hefur um árabil séð um upplifunarsýningar í Perlunni og bauð Reykjavíkurborg rúmlega þrjá og hálfan milljarð fyrir húsið og tvo tanka, og standa samningar um fyrirvara í kauptilboðinu.

Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar segir fyrirtæki sitt horfa til mikillar uppbyggingar við Perluna á komandi árum.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja 1200 fermetra til viðbótar en Gunnar segir áform Perlu norðursins kalla á enn stærri framkvæmdir. Fyrirvarar um kaupin eru til dæmis vegna samþykkis fjármálastofnana og stækkunar byggingarlóðarinnar.

Tilboð Perlu norðursins var eina tilboðið sem taldist gilt hjá Reykjavíkurborg.

Reykjavíkurborg sóttist eftir þremur og hálfum milljarði fyrir Perluna og tankana tvo.

Heimild: Ruv.is