Home Fréttir Í fréttum Ráðist í vegabætur í Mosfellsdalnum

Ráðist í vegabætur í Mosfellsdalnum

58
0
Mosfellsdalur. mbl.is/Sigurður Bogi

Fyr­ir dyr­um standa end­ur­bæt­ur á Þing­valla­vegi um Mos­fells­dal. Íbúar í daln­um hafa margoft kvartað yfir hraðakstri á þess­um kafla og kraf­ist úr­bóta.

<>

Þarna hafa orðið al­var­leg slys og sum­arið 2018 varð bana­slys á kafl­an­um. Íbúar í daln­um eru vel á þriðja hundrað.

Vega­gerðin, Mos­fells­bær og Hita­veita Mos­fells­bæj­ar hafa boðið út for- og verk­hönn­un á breyt­ing­um á Þing­valla­vegi um Mos­fells­dal. Kafl­inn er um tveir kíló­metr­ar að lengd og nær frá Norður­reykjaá við Hlaðgerðarkots­veg að Gljúfra­steini.

Innifalið í verk­inu er vega- og gatna­hönn­un, vega­móta­hönn­un, hönn­un und­ir­ganga, stíga, vatns­veitu­lagn­ar, hita­veitu­lagn­ar og af­vötn­un. Af­vötn­un á vega­gerðar­máli er hug­tak sem nær utan um það hvernig vatn fer af vegi, annaðhvort með þver­halla á veg­in­um og/​eða ræs­um.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Hemild: Mbl.is