Home Fréttir Í fréttum 1,5 milljarða gjaldþrot verktakafyrirtækis

1,5 milljarða gjaldþrot verktakafyrirtækis

139
0
Rekstur félagsins var stöðvaður eftir hrunið 2008 þegar lán félagsins stökkbreyttust og gengi krónunnar hrundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gjaldþrot verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Blikastaða ehf., sem áður hét Bygg­inga­fé­lagið Giss­ur og Pálmi ehf., nem­ur sam­tals 1,47 millj­örðum króna. Þetta kem­ur fram í aug­lýs­ingu í Lög­birt­inga­blaðinu.

<>

Fé­lagið var úr­sk­urðað gjaldþrota árið 2014 og var þá tekið til gjaldþrota­skipta. Sam­kvæmt því sem fram kem­ur í aug­lýs­ing­unni lauk skipt­un­um í októ­ber 2017. Aug­lýs­ing­in er hins veg­ar fyrst birt núna, eða tæp­lega sjö árum síðar.

Heild­ar­kröf­ur í búið námu sam­tals 1.475.845.533 krón­um, en rúm­lega þrjár millj­ón­ir feng­ust upp í lýst­ar kröf­ur. Nem­ur það 0,2%.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi fé­lags­ins, sem síðast var birt­ur fyr­ir árið 2012, var tap fé­lags­ins 268 millj­ón­ir. Hafði fé­lagið árið áður hagn­ast um 1,5 millj­arða, en það var að öllu leyti vegna 1,75 millj­arða sem voru tekju­færðir vegna end­ur­reikn­inga lána fé­lags­ins í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins 2008.

Hafði rekst­ur fé­lags­ins verið stöðvaður í hrun­inu, þar sem skuld­ir fé­lags­ins voru að stærst­um hluta í er­lendri mynt. Kem­ur fram í síðasta árs­reikn­ingn­um að þrátt fyr­ir end­urút­reikn­ing­inn hafi eigið fé fé­lags­ins verið nei­kvætt um 1,47 millj­arða í árs­lok 2012. Var tekið að óvissa væri um áfram­hald­andi rekst­ur fé­lags­ins vegna þessa.

Fé­lagið var í eigu Pálma Ásmunds­son­ar, sem lést árið 2018 og Giss­ur­ar Rafns Jó­hanns­son­ar og fjöl­skyldna þeirra.

Heimild: Mbl.is