Home Fréttir Í fréttum Niðurstaða í útdrætti um byggingalóðir á Akranesi liggur fyrir

Niðurstaða í útdrætti um byggingalóðir á Akranesi liggur fyrir

115
0
Mynd: Skagafrettir.is

Akraneskaupstaður fékk töluvert af umsóknum um þær byggingalóðir sem standa til boða á árinu 2024.

<>

Á fundi sem fram fór þann 26. september s.l. fór fram útdráttur um lóðirnar að viðstöddum fulltrúa sýslumannsins á Vesturlandi.

Niðurstaðan var eftirfarandi: 

A. Skógarlundur 12 (einbýlishús), 2 umsóknir.
Dreginn var út: Guðjón Theodórsson.

B.Suðurgata 106 (fjölbýlishús), 2 umsóknir.
Dreginn var út:
Snæbreið ehf.

C. Skógarlundur 23 (Fjölbýlishús), 3 umsóknir.
Dreginn var út:
K16 ehf.

D. Skógarlundur nr. 38 (raðhús), 3 umsóknir.
Dreginn var út:
Trésmiðjan Akur ehf.

E. Skógarlundur 40 (raðhús), 4 umsóknir.
Dreginn var út:
Hagaflöt ehf.

F.Akralundur 59 (fjölbýlishús), 3 umsóknir.
Dreginn var út:
BS-eignir ehf.

2. Úthlutun lóða þar sem aðeins 1 umsókn barst í tilteknar lóðir:

A. Skógarlundur nr. 16 (einbýlishús).
Umsækjandi er Kristjana Þorvaldsdóttir sem fær lóðinni úthlutað.

B. Skógarlundur nr. 17 (raðhús).
Umsækjandi: Húsameistari ehf. sem fær lóðinni úthlutað.

C. Skógarlundur nr. 19 (raðhús).
Umsækjandi: Húsameistari ehf. sem fær lóðinni úthlutað.

Í auglýsingu um úthlutun kom fram að lóðir í Skógarhverfi áfanga 3C verði byggingarhæfar í árslok 2024. Ljóst er að tafir geta orðið á þessu tímamarki og er lóðunum úthlutað með tilliti til þessa.

Heimild: Skagafrettir.is