Home Fréttir Í fréttum Fresta útboði á nýjum leikskóla

Fresta útboði á nýjum leikskóla

115
0
Bið verður á því að nýr leikskóli verði byggður á Nesinu. Tölvumynd/Andrúm arkitektar

„Við verðum að sýna ráðdeild og ábyrgð. Ég get ekki bundið bæj­ar­fé­lagið í 9,65% stýri­vöxt­um,“ seg­ir Þór Sig­ur­geirs­son, bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi.

<>

Greint var frá því í svari bæj­ar­stjóra við fyr­ir­spurn bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar á síðasta fundi bæj­ar­stjórn­ar Seltjarn­ar­ness að fyr­ir­huguðu útboði á bygg­ingu nýs leik­skóla í bæn­um hafi verið frestað.

Sagði Þór að í nú­ver­andi há­vaxtaum­hverfi teldu full­trú­ar meiri­hluta ekki heppi­legt að bjóða út bygg­ingu leik­skóla á meðan láns­fé væri eins dýrt og raun ber vitni. „Við hyggj­umst bjóða verk­efnið út þegar vext­ir hafa lækkað og þegar yf­ir­stand­andi fram­kvæmd­um við skóla­hús­næði bæj­ar­ins er lokið,“ sagði Þór og vís­ar þar til kostnaðarsamra viðgerða í tveim­ur skóla­hús­um vegna myglu sem þar greind­ist.

„Myglu­fram­kvæmd­in setti stórt strik í reikn­ing­inn, ann­ars vær­um við far­in af stað með leik­skól­ann,“ seg­ir Þór við Morg­un­blaðið. Hann seg­ir að kostnaður við viðgerðina sé þegar kom­inn í rúm­ar 700 millj­ón­ir króna.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is