Home Fréttir Í fréttum 21.10.2024 Orka náttúrunnar ohf. Kaldavatnsveita – Stækkun dælubúnaðar

21.10.2024 Orka náttúrunnar ohf. Kaldavatnsveita – Stækkun dælubúnaðar

103
0

Orka náttúrunnar ohf. óskar eftir tilboðum í verkið: „ONVK-2024-06 Kaldavatnsveita – Stækkun dælubúnaðar“

<>

Verkið felst í útvegun, uppsetningu og tengingu á djúpdælum sem tengdar eru við hraðabreyti.

Eftirfarandi verkþættir eru hluti verksins:

• Útvegun á fimm djúpdælum með 250 l/s afköst ásamt tilheyrandi stigrörum niður á 120m dýpi
• Útvegun á hraðabreytum fyrir hverja dælu
• Upptekt núverandi dælna úr fimm vatnstökuholum
• Niðursetning dælna.
• Tenging lagna við stofnlögn kaldavatnsveitu.
• Smíði og uppsetning palla og stiga í borholuhúsum.
• Tenging hraðabreyta við dælu og strengi frá núverandi aflspennum.
• Tenging 11 kV strengja við millispennubúnað í Engidal og Varmastöð.
• Tengingar við stjórnkerfi.
• Gangsetning og prófanir.
• Frágangur í verklok.

Verkið fer fram í kaldavatnsveitu við Engidalskvísl í fimm borholukjöllurum sem verkkaupi ákveður. Reikna skal með að ein borhola verði tekin út í einu og ný dæla gangsett áður en dæla úr næstu holu verði tekin upp.

Gera skal ráð fyrir að hægt verði að hefja vinnu í borholukjöllurum 15. júní 2025. Tímasetning á hverri dæluútskiptingu verður að vera í nánu samráði við rekstur virkjunarinnar.

Sjá nánari upplýsingar um verkið í útboðsgögnum.

Sjá frekar.