Home Fréttir Í fréttum Óánægja er með áform um efnistöku

Óánægja er með áform um efnistöku

85
0
Hafravatn. mbl.is/ÓEJ

Áform Mos­fells­bæj­ar um efnis­töku úr Selja­dals­námu sem er skammt aust­an Hafra­vatns vekja litla hrifn­ingu hús­eig­enda á svæðinu og ger­ir stjórn Fé­lags sum­ar­húsa­eig­enda við Króka­tjörn, Myrk­urtjörn og Sil­unga­tjörn ýms­ar at­huga­semd­ir við um­hverf­is­mats­skýrslu verk­efn­is­ins sem nú er til um­sagn­ar í skipu­lags­gátt Skipu­lags­stofn­un­ar.

<>

Í um­sögn sinni um um­hverf­is­mats­skýrsl­una seg­ir fé­lagið hana byggða á röng­um for­send­um og vill­andi upp­lýs­ing­um. Að mati stjórn­ar­inn­ar mun fram­kvæmd­in hafa veru­lega nei­kvæð áhrif á hljóðvist, ásýnd nátt­úr­unn­ar á um­ræddu svæði, loft­gæði og dýra­líf ásamt því að leiða til óaft­ur­kræfs rasks á nátt­úru svæðis­ins.

Efn­istaka hef­ur ekki farið fram í námunni frá ár­inu 2016, en sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi áform­um er ætl­un­in að vinna allt að 230 þúsund rúm­metra efn­is úr námunni á 13 til 19 árum.

Til­gang­ur­inn með efnis­tök­unni er sagður vera að afla fyrsta flokks steinefn­is fyr­ir mal­bik á höfuðborg­ar­svæðinu. Frest­ur til að skila inn um­sögn­um vegna þess­ara áforma er til 2. októ­ber nk.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is