Home Fréttir Í fréttum Stór­fyrir­tæki hyggja á upp­byggingu á Hólms­heiði

Stór­fyrir­tæki hyggja á upp­byggingu á Hólms­heiði

127
0
Svæðið sem um ræðir er 87 hektarar að stærð. Reykjavíkurborg

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, mun í dag skrifa undir viljayfirlýsingu við fulltrúa fimm fyrirtækja vegna uppbyggingar á Hólmsheiði. Fyrirtækin sem um ræðir í fyrsta fasa uppbyggingarinnar eru Ölgerðin, Alvotech, Parlogis, Veritas og Safari.

<>

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að undirritunin, sem fer fram  sé mikilvægur áfangi í uppbyggingu á Hólmsheiði. Undirritunin mun eiga sér stað á svæðinu sjálfu klukkan 13.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið stefni að því að koma upp nýju vöruhúsi til að losa um hluta húsnæðisins við Grjótháls þar sem framleiðslan verði áfram til húsa. Einnig er vonast til að hægt verði að opna nýja vatnsátöppunarverksmiðju fyrirtækisins á Hólmsheiði til að hún verði sem næst borholunni.

Aðspurður um hvenær hann telji að húsin verði reiðubúin þá fari það að stórum hluta eftirþví hve langan tíma leyfisveitingar fyrir framkvæmdunum muni taka hjá borginni.

Á vef Reykjavíkurborgar segir að svæðið sem um ræðir sé 87 hektarar að stærð í heildina.

„Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem athafnasvæði undir landfreka starfsemi svo sem léttan iðnað, gagnaver, matvælaiðnað, vörugeymslur og umboðsverslanir og aðra umhverfisvæna iðnaðarstarfsemi,“ segir um svæðið.

Heimild: Visir.is