Home Fréttir Í fréttum Lilja nýr framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu

Lilja nýr framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu

74
0
Lilja G. Karlsdóttir. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson THors

Lilja G. Karls­dótt­ir tók ný­verið við sem fram­kvæmda­stjóri VSB verk­fræðistofu en hún hóf störf hjá fyr­ir­tæk­inu árið 2021 sem sviðsstjóri Byggðatækni­sviðs.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá VSB verk­fræðistofu. Þar seg­ir að VSB sé rót­gróið hafn­firskt fyr­ir­tæki sem stofnað var árið 1987. Lilja G. Karls­dótt­ir sinn­ir fjöl­breyttri verk­fræði- og ráðgjafaþjón­ustu.

Lilja var verk­efna­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar við stofn­un Borg­ar­línu­skrif­stof­unn­ar 2019-2021, rak sitt eigið fyr­ir­tæki, Viapl­an, á ár­un­um 2015-2019 og starfaði hjá Cowi í Dan­mörku í sex ár þar á und­an.

Hún er formaður og stjórn­ar­meðlim­ur í ITS Ísland sem er vett­vang­ur fyr­ir fyr­ir­tæki og op­in­ber­ar stofn­an­ir til að efla tækni- og snjall­væðingu sam­göngu­kerf­is­ins, í sam­vinnu við syst­ur­fé­lög á Norður­lönd­un­um.

Lilja er sam­göngu­verk­fræðing­ur að mennt og út­skrifaðist frá Dan­marks Tekn­iske Uni­versitet árið 2004. Hún er gift Jónasi Þór Odds­syni tölv­un­ar­fræðingi og á þrjú börn.

Heimild: Mbl.is