Lilja G. Karlsdóttir tók nýverið við sem framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu en hún hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2021 sem sviðsstjóri Byggðatæknisviðs.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá VSB verkfræðistofu. Þar segir að VSB sé rótgróið hafnfirskt fyrirtæki sem stofnað var árið 1987. Lilja G. Karlsdóttir sinnir fjölbreyttri verkfræði- og ráðgjafaþjónustu.
Lilja var verkefnastjóri Reykjavíkurborgar við stofnun Borgarlínuskrifstofunnar 2019-2021, rak sitt eigið fyrirtæki, Viaplan, á árunum 2015-2019 og starfaði hjá Cowi í Danmörku í sex ár þar á undan.
Hún er formaður og stjórnarmeðlimur í ITS Ísland sem er vettvangur fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir til að efla tækni- og snjallvæðingu samgöngukerfisins, í samvinnu við systurfélög á Norðurlöndunum.
Lilja er samgönguverkfræðingur að mennt og útskrifaðist frá Danmarks Tekniske Universitet árið 2004. Hún er gift Jónasi Þór Oddssyni tölvunarfræðingi og á þrjú börn.
Heimild: Mbl.is