Home Fréttir Í fréttum Kostnaður vegna fangelsis tvöfaldast

Kostnaður vegna fangelsis tvöfaldast

48
0
Litla-Hraun. mbl.is/Sigurður Bogi

Gert er ráð fyr­ir því að heild­ar­bygg­ing­ar­kostnaður vegna nýs fang­els­is í stað Litla-Hrauns nemi 14,4 millj­örðum króna miðað við verðlag þessa árs.

<>

Þetta kem­ur fram í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir árið 2025. Þar er gert ráð fyr­ir að fang­elsið verði tekið í notk­un árið 2028 og að bygg­ing­in verði um 12 þúsund fer­metr­ar að stærð.

Upp­hæðin er tvö­falt hærri en dóms­málaráðherra greindi frá á blaðamanna­fundi fyr­ir um ári síðan þegar áform um nýja fang­elsið voru kynnt. Þá var áætlaður kostnaður sagður sjö millj­arðar króna.

Þegar fjár­mála­áætl­un var kynnt í apríl síðastliðnum hafði upp­hæðin hækkað mikið. Þar kom fram að verja ætti 12,6 millj­örðum króna til bygg­ing­ar fang­els­is­ins á tíma­bili áætl­un­ar­inn­ar, eða á ár­un­um 2025 til 2029.

Fjár­heim­ild hækk­ar um 1,4 millj­arða
Í fjár­laga­frum­varp­inu sem var kynnt í morg­un kem­ur fram að fjár­heim­ild hækki um 1,4 millj­arða króna vegna bygg­ing­ar fang­els­is­ins.

„Til verk­efn­is­ins er áætlað að verja 12.600 m.kr. á tíma­bili fjár­mála­áætl­un­ar 2025–2029 en þegar hef­ur verið varið 1.800 m.kr. til verk­efn­is­ins,“ seg­ir í fjár­laga­frum­varp­inu fyr­ir árið 2025.

„Bygg­ing nýs fang­els­is er lík­leg til að stuðla að jafn­rétti til lengri tíma með bætt­um aðbúnaði fyr­ir fanga sem eru fyrst og fremst karl­ar en nýtt fang­elsi mun jafn­framt hafa já­kvæð áhrif á starfs­fólk og aðstand­end­ur fanga. For­send­ur til að sinna geðheil­brigðisþjón­ustu verða allt aðrar og betri og sama má segja um aðstöðu til heim­sókna,“ seg­ir í frum­varp­inu.

Heimild: Mbl.is