Home Fréttir Í fréttum Icelandair flytur í Hafnarfjörð í árslok

Icelandair flytur í Hafnarfjörð í árslok

54
0
Nýja skrifstofubyggingin er í nálægð við Reykjanesbraut. mbl.is/sisi

Fram­kvæmd­ir við nýja skrif­stofu­bygg­ingu Icelanda­ir við Flug­velli í Hafnar­f­irði hafa gengið sam­kvæmt áætl­un. Stefnt er að því að flytja skrif­stof­ur flug­fé­lags­ins úr Vatns­mýr­inni í Reykja­vík í nýja húsið í lok þessa árs.

<>

Það verða vissu­lega tíma­mót í flug­sög­unni þegar Icelanda­ir hætt­ir starf­semi á Reykja­vík­ur­flug­velli, eft­ir að fé­lagið og for­ver­ar þess hafa verið þar með aðset­ur svo ára­tug­um skipt­ir.

Fyrsta skóflu­stunga að nýj­um höfuðstöðvum Icelanda­ir við Flug­velli var tek­in fyr­ir um tveim­ur árum eða 13. sept­em­ber 2022. Um er að ræða 5.000 fer­metra viðbygg­ingu við þjálf­un­ar­set­ur og skrif­stofu­hús­næði Icelanda­ir, sem tekið var í notk­un fyr­ir um ára­tug.

Skrif­stofu­starfs­fólk tel­ur í heild­ina um 550 manns og þegar mest læt­ur geta um 100 verið í þjálf­un á sama tíma. Áður voru um 115 manns með fasta viðveru í Hafnar­f­irði.

Um­fjöll­un­ina má nálg­ast í heild sinni í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is