Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi „Hann hefur bjargað nokkrum mannslífum þessi flugvöllur“

„Hann hefur bjargað nokkrum mannslífum þessi flugvöllur“

29
0
Heimamenn í Húnavatnssýslum fagna því að nú sjái fyrir endann á baráttu þeirra fyrir endurbótum á Blönduóssflugvelli. RÚV – Ágúst Ólafsson

Miklar endurbætur standa yfir á Blönduóssflugvelli sem verður í fyrsta sinn lagður bundnu slitlagi. Oddviti Húnabyggðar segir flugvöllinn afar mikilvægan fyrir öryggi landshlutans og lífæð samfélagsins þegar mikið beri undir.

<>

Það hefur lengi verið kallað eftir þessum endurbótum á flugvellinum á Blönduósi. Þarna er 970 metra löng malarbraut sem hefur engan veginn þótt fullnægjandi og bundið slitlag því nauðsynlegt fyrir flugöryggi.

„Það hefur verið gengið hart eftir því að í þessa framkvæmd sé farið og þetta er að raungerast,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Húnabyggðar.

Bundið slitlag á flugbraut og flughlað
Áætlað er að endurbæturnar kosti 170 milljónir króna. Skipt verður um efsta lag flugbrautarinnar og hún lögð bundnu slitlagi í tveimur áföngum. Fyrra slitlagið er lagt á núna og annað næsta vor. Þá verður gert við brautarljósin sem komin eru til ára sinna. Um leið og flugbrautin er endurnýjuð, verður langt bundið slitlag á flughlaðið en samtals eru þetta 33.000 fermetrar.

Blönduóssvöllur er eini sjúkraflugvöllurinn milli fjallveganna um Holtavörðuheiði og Þverárfjall eða Vatnsskarð. Um vegina fara 700.000 bílar á ári – þarna lokast oft yfir veturinn og alvarleg slys hafa orðið í umferðinni.

Guðmundur Haukur segir að tilgangur vallarins hafi því margoft sannað sig. „Þetta er, má segja, okkar lífæð þegar mikið ber undir í slysum. Bæði okkar samfélags og þeirra sem um okkar samfélag fara.“

Borgarverk er verktakinn við endurbæturnar á Blönduóssflugvelli.
RÚV – Ágúst Ólafsson

„Hann hefur bjargað nokkrum mannslífum, þessi flugvöllur. Það er alveg ljóst. Og það þarf náttúrlega að gera gangskör í þessu, að tryggja öryggi íbúa víðar á landinu. Og ég segir bara, það er frábært að þetta sé komið í gang og við sjáum fyrir endann á þessum þætti hér.“

Heimild: Ruv.is