Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Hlemmur tekur breytingum

Hlemmur tekur breytingum

50
0
Menn þurfa víða að þræða hjáleiðir í miðbæ Reykjavíkur um þessar mundir. mbl.is/Árni Sæberg

Þeir sem leggja leið sína í miðbæ Reykja­vík­ur þurfa ósjald­an að þræða hjá­leiðir vegna fram­kvæmda. Þessi mynd var tek­in ný­verið við gamla Hlemm­torg, en þar var lengi vel þunga­miðjan í rekstri stræt­is­vagna borg­ar­inn­ar.

<>

Hef­ur Strætó nú tíma­bundið flutt sig á Skúla­götu.

Hlemm­ur mun taka mikl­um breyt­ing­um á kom­andi miss­er­um, en búið er að skipu­leggja svæðið upp á nýtt og verður umbreyt­ing­in gerð í nokkr­um áföng­um.

Á meðal þess sem til stend­ur að gera er að leggja nýtt yf­ir­borðsefni á göt­una við Hlemm, setja upp set- og leikaðstöðu og koma fyr­ir gróðurbeðum. Þá verður einnig lagður nýr hjóla­stíg­ur meðfram svæðinu og með hon­um má tengja Hverf­is­götu og Lauga­veg upp að Bríet­ar­túni.

Nýja Hlemmsvæðið verður einnig vett­vang­ur götulist­ar, en Klyfja­hest­ur Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar lista­manns verður þó áfram í aðal­hlut­verki.

Heimild: Mbl.is