Home Fréttir Í fréttum Hönnun nýbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri miðar vel

Hönnun nýbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri miðar vel

40
0
Mynd: NLSH.is

Samningur um hönnun nýrrar legudeildarbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri var undirritaður við hátíðlega athöfn þann 27.júní síðastliðinn.

<>

Hönnunarhópur verkefnisins samanstendur af Verkís hf, TBL arkitektum og JCA Ltd en hönnunartillaga þeirra varð hlutskörpust í lokuðu útboði sem fór fram fyrr á árinu.

Í nýbyggingunni munu starfa lyflækninga- og skurðlækningadeildir spítalans með samanlagt 72 einstaklingsrými auk geðdeildar. Geðdeildin samanstendur af legudeild með 14 rýmum, dagdeild og göngudeild.

„Hönnuðir hafa undanfarið unnið að útfærslu hönnunartillögu sinnar í nánu samstarfi við SAk en hönnunin er notendastudd líkt og í öðrum verkefnum NLSH.

Framundan í vetur eru hönnunarstörf og gerir hönnunaráætlun ráð fyrir að aðaluppdrættir hússins verði lagðir inn til Akureyrarbæjar í lok febrúar 2025 og áætlað er að framkvæmdir við bygginguna hefjist sumarið 2026,” segir Signý Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá NLSH.

Heimild: NLSH.is