Home Fréttir Í fréttum VERKVIST hefur samstarf við LCA.no, norskt ráðgjafafyrirtæki í umhverfisyfirlýsingum vöru

VERKVIST hefur samstarf við LCA.no, norskt ráðgjafafyrirtæki í umhverfisyfirlýsingum vöru

72
0
Hulda Einarsdóttir og Alma D. Ívarsdóttir, sérfræðingar í EPD

VERKVIST hefur samstarf við LCA.no í Noregi sem sérhæfir sig í umhverfisyfirlýsingum (EPD) á alþjóðamarkaði. Samstarfið styrkir stöðu fyrirtækisins í átt að vistvænni þróun í mannvirkjagerð og gerir okkur kleift að ráðast saman í fjölbreyttari verkefni af öllum stærðargráðum.

<>

Með umhverfisyfirlýsingum (EPD) aukum við gegnsæi um umhverfisáhrif byggingarefna í gegnum allan lífsferil þeirra frá hráefnaöflunar til urðunnar.

Umhverfisyfirlýsingar vöru, betur þekkt sem Envrionmental Product Declaration (EPD), eru öflug verkfæri fyrir neytendur og framleiðendur sem krefjast aukins gagnsæis í umhverfismálum.

Þessar yfirlýsingar veita skýrar, mælanlegar og vottaðar upplýsingar um umhverfisáhrif vara út frá niðurstöðum lífsferilsgreininga (LCA).

Umhverfisyfirlýsingar verða sífellt mikilvægari fyrir framleiðendur þar sem framkvæmdaaðilar óska í auknum mæli eftir slíkum upplýsingum þegar votta á byggingu t.d. með Svaninum eða BREEAM.

EPD blöð munu einnig verða lykilþáttur fyrir hönnuði við val á byggingarefnum, í ljósi nýrra ákvæða í byggingareglugerð um kröfu á lífsferilsgreiningum, sem taka gildi þann 1. september 2025.

Minni umhverfisáhrif og aukin samkeppnisfærni

EPD blöð eru ekki aðeins gagnleg fyrir framleiðendur heldur einnig hönnuði, framkvæmdaaðila og aðra hagaðila í byggingariðnaðinum. Umhverfisyfirlýsingar auka gagnsæi með því að veita skýrar og vottaðar upplýsingar um umhverfisáhrif vara sem gera neytendum kleift að taka upplýstar ákvarðanir um val á vörum í samræmi við auknar kröfur um sjálfbærni, vottanir og reglugerðir í byggingariðnaðinum.

Innleiðing á EPD blöðum getur dregið úr kostnaði og úrgangi sem leiðir til betri rekstrarhagkvæmi og minni umhverfisáhrifa. Með því að auka skilvirkni er einnig hægt að koma betur auga á tækifæri til samkeppnisforskots og vaxtar.

Um samstarfið

Samstarfið milli LCA.no og VERKVIST verkfræðistofu miðar að því að sameina krafta sína og sérþekkingu á sviði umhverfismála. Í sameiningu er ætlunin að gera byggingar heilnæmari, vistvænni og sjálfbærari.

“Við erum stolt af því að vera valin sem samstarfsaðili LCA.no á Íslandi. Íslenski byggingariðnaðurinn er að stíga stórt stökk. Æ fleiri leggja sig fram við að uppfylla lögmætar kröfur og vaxandi væntingar neytenda.

Samstarfið styrkir okkur í að veita hágæða þjónustu á markaðnum á þessu sviði og verða leiðandi í ráðgjöf um sjálfbærni og EPD þjónustu á Íslandi. Innan fyrirtækjanna er verðmætur mannauður með áratuga þekkingu, reynslu og sérmenntun í byggingariðnaðinum, mannvirkjagerð og umhverfisgreiningum“, segir Alma D. Ívarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og umhverfismála hjá VERKVIST.

Um VERKVIST

Hjá VERKVIST verkfræðistofu er lögð rík áhersla á að byggingar séu fyrir fólk, heilsu, vellíðan og að lágmarka vistspor bygginga. Fyrirtækið sem stofnað var þann 1. mars 2024 af Ölmu D. Ívarsdóttur, Böðvari Bjarnasyni og Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur hefur vaxið ört og telur nú 11 sérfræðinga með yfirgripsmikla, þverfaglega þekkingu og reynslu.

Sem fyrsta íslenska fyrirtækið sem sérhæfir sig alfarið í heilnæmni bygginga er sterk áhersla lögð á innivist og umhverfismál. Unnt er að veita ráðgjöf allt frá hönnunarstigi og í gegnum allt ferlið til að tryggja að byggingar séu bæði hagkvæmar í rekstri og umhverfisvænar.

VERKVIST býður nú upp á fjölbreytta þjónustu í umhverfislýsingum (EPD), Svansvottunum og BREEAM ásamt byggingafræði, byggingaeðlisfræði, innivist, orkusparnaði, loftgæðum, rakaöryggi og myglu.