Rafverktakafyrirtækið hagnaðist um 351 milljón króna á síðasta ári og velti hátt í 4 milljörðum.
Rafverktakafyrirtækið Rafholt hagnaðist um 351 milljón króna á síðasta ári og nærri tvöfaldaði hagnað frá fyrra ári.
Félagið velti tæplega fjórum milljörðum króna í fyrra og jókst veltan um nærri þriðjung á milli ára.
Stjórn félagsins leggur til að 335 milljónir verði greiddar út í arð til hluthafa á þessu ári vegna síðasta rekstrarárs.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.
Heimild: Vb.is