Home Fréttir Í fréttum Tafir á uppbyggingu í Ártúnshöfða vegna reglugerða

Tafir á uppbyggingu í Ártúnshöfða vegna reglugerða

95
0
Þorvaldur gerði sjálfbærnimarkmið að umræðuefni sínu á sjálfbærnidegi Landsbankans. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Taf­ir hafa orðið á íbúðaupp­bygg­ingu í Ártúns­höfðanum vegna reglu­gerða sem voru inn­leidd­ar frá Evr­ópu­sam­band­inu án þess þó að taka mið af ís­lensk­um aðstæðum.

<>

Þetta kom fram í er­indi Þor­vald­ar H. Giss­ur­ar­son­ar, for­stjóra ÞG Verks, á sjálf­bærni­degi Lands­bank­ans.

ÞG Verk er að byggja 145 íbúðir í Ártúns­höfða en nokkra mánaða seink­un er á verk­efn­inu og von­ast þeir nú til þess að geta byrjað að af­henda íbúðir sum­arið 2026.

Þor­vald­ur greindi frá þessu verk­efni hjá ÞG Verki en í reglu­gerðinni er varað við nátt­úru­legu snefil­efni eins og vanadíumi og járni í jarðvegi.

Sömu viðmið á Íslandi og Evr­ópu

Í reglu­gerðinni eru kröf­ur um há­marks­gildi snefil­efna í jarðvegi á íbúðasvæðum og eru viðmiðin tek­in beint upp úr reglu­gerð frá ESB án til­lits til efnainni­halds í jarðvegi á Íslandi, að sögn Þor­vald­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá jarðfræðing­um, seg­ir Þor­vald­ur, er nauðsyn­legt að gera bak­grunns­mæl­ing­ar á jarðvegi á Íslandi til að skil­greina rétt viðmiðun­ar­gildi þar sem jarðveg­ur­inn er öðru­vísi á Íslandi en í t.d. Hollandi.

Það gerðu stjórn­völd og stofn­an­ir á Íslandi ekki.

„Stjórn­völd og stofn­an­ir hafa ekki gert þetta. Þau bara taka gild­in eins og þau koma af kúnni beint frá Hollandi,“ sagði hann.

Þurfti að fjar­lægja jarðveg sem mátti ekki fjar­lægja

Í um­ræddu til­viki voru tek­in sýni í jarðveg­in­um og voru gild­in ör­lítið yfir mörk­um fyr­ir íbúðasvæði og langt yfir mörk­um fyr­ir at­vinnusvæði. Því þurfti að fjar­lægja jarðveg­inn.

„En þá vill svo furðulega til að það er sam­tím­is búið að setja kröf­ur um það að þurfi að fjar­lægja jarðveg­inn, en á sama tíma eru sett­ar aðrar kröf­ur sem eru þess efn­is að það er bannað að fjar­lægja hann,“ sagði hann.

Af­leiðing­in af því hafi verið margra mánaða píslar­ganga milli stofn­ana, taf­ir og gríðarleg­ur auka kostnaður.

„Til að setja þetta í sam­hengi mætti út­skýra þetta þannig að hús­eig­andi ætli sér að setja niður vor­lauka eða rifs­berja­tré í garðinum sín­um. Þá væru tölu­verðar lík­ur eru á því – hér á Íslandi – að gildi snefil­efna í jarðveg­in­um væru um­fram hol­lensku viðmiðin.

Og þegar stungið væri niður skóflu þá kæmi mögu­lega – bara tölu­verðar lík­ur á því – upp það sem væri flokkaður sem mengaður jarðveg­ur. Nú má hvorki sturta aft­ur úr skófl­unni né held­ur fara með hann neitt annað,“ sagði hann.

Heimild: Mbl.is