Home Fréttir Í fréttum „Gríðarlega hættulegt fordæmi“

„Gríðarlega hættulegt fordæmi“

31
0
Landsvirkjun hefur unnið að undirbúningi Búrfellslundar síðastliðin tólf ár. Hann er fyrsta vindorkuverið sem á að rísa á Íslandi. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveit­ar­stjórn Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps hef­ur samþykkt með fjór­um at­kvæðum að fela odd­vita í sam­ráði við lög­menn sveit­ar­fé­lags­ins að kæra virkj­un­ar­leyfi sem Orku­stofn­un hef­ur gefið út fyr­ir vindorku­verið Búr­fells­lund til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála.

<>

Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð sveit­ar­fé­lags­ins.

Bent er á, að Lands­virkj­un hafi unnið að und­ir­bún­ingi Búr­fells­lund­ar síðastliðin tólf ár, sem sé fyrsta vindorku­verið sem eigi að rísa á Íslandi.

Fram kem­ur í fund­ar­gerðinni, að Lands­virkj­un hafi talið að það þurfi ekki að sækja um breyt­ing­ar á skipu­lagi Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps vegna Búr­fells­lund­ar, þar sem vind­myll­urn­ar verði staðsett­ar í Rangárþingi ytra.

Búr­fells­lund­ur tak­marki land­nýt­ingu
„Þrátt fyr­ir það kem­ur skýrt fram, bæði í um­hverf­is­mat­inu sem unnið var í hönn­un­ar­ferli vindorku­vers­ins og í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar að fram­kvæmda­svæðið sé bæði í Rangárþingi Ytra og í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi. Ljóst er að Búr­fells­lund­ur tak­mark­ar land­nýt­ingu í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi, vegna ná­lægðar við sveit­ar­fé­lagið,“ seg­ir í fund­ar­gerðinni.

Þá seg­ir, að sveit­ar­stjórn Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps hafi mót­mælt fyr­ir­huguðum Búr­fells­lundi á öll­um stig­um skipu­lags­ferl­is­ins og við fyr­ir­hugaða veit­ingu Orku­stofn­un­ar á virkj­un­ar­leyfi vindorku­vers­ins.

Aðför að skipu­lags­valdi
„Sú staðreynd sem uppi er, að sveit­ar­fé­lög geti sett í skipu­lag sitt vindorku­ver á sveit­ar­fé­laga­mörk­um sín­um án sam­ráðs við aðliggj­andi sveit­ar­fé­lög er aðför að skipu­lags­valdi þeirra og tak­mark­ar land­notk­un á því svæði sem næst eru vindorku­ver­un­um. Slík vinnu­brögð eru óá­sætt­an­leg og gríðarlega hættu­legt for­dæmi í kom­andi upp­bygg­ingu vindorku­vera á Íslandi,“ seg­ir í fund­ar­gerðinni.

Sveit­ar­fé­lagið seg­ir að stjórn­völd á Íslandi hafi boðað stefnu­mörk­un um vindorku­ver á land­inu þar sem fram komi að ekki eigi að byggja vindorku­ver inn­an miðhá­lend­is­lín­unn­ar.

„Staðsetn­ing Búr­fells­lund­ar stríðir gegn þess­ari stefnu­mörk­un þar sem hann er inn­an miðhá­lend­is­lín­unn­ar, við hliðina á Þjórsár­dal þar sem er stærsta friðlýs­ing menn­ing­ar­minja, nátt­úru- og menn­ing­ar­lands­lags á Íslandi. Vindorku­verið er jafn­framt í ná­grenni við gríðarlega upp­bygg­ingu í ferðaþjón­ustu í Þjórsár­dal,“ seg­ir í fund­ar­gerðinni.

Heimild: Mbl.is