Home Fréttir Í fréttum Ó­heiðar­legum verk­taka og stefnu­leysi stjórn­valda um að kenna

Ó­heiðar­legum verk­taka og stefnu­leysi stjórn­valda um að kenna

42
0
Grenfell turninn í Vestur-London í ljósum logum þann 14. júní 2017. Getty/Jeremy Selwyn

Komist hefði mátt hjá dauða sjötíu og tveggja íbúa íbúðarblokkar The Grenfell Tower í Lundúnum, sem varð alelda á skömmum tíma í júní árið 2017.

<>

Þetta segir í rannsóknarskýrslu um eldsvoðann sem loks hefur verið birt, en þar kemur fram að óheiðarleika byggingaverktaka og stefnuleysi stjórnvalda og slökkviliðs í öryggismálum megi kenna um hvernig fór.

Verktakar hafi vísvitandi leynt, samkvæmt skýrslunni, eldhættu sem stafaði af klæðningu hússins á sama tíma og stjórnvöld skelltu skollaeyrum við viðvörunum um að öryggi íbúa blokkarinnar gæti verið ógnað, eftir því sem fram kemur á vef BBC.

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, baðst afsökunar fyrir hönd ríkisvaldsins, og viðurkenndi að unnt hefði verið að koma í veg fyrir það sem gerðist. Um var að ræða mannskæðasta eldsvoða í íbúðahverfi í Bretlandi frá lokum síðari heimsstyrjaldar.

Heimild: Visir.is