Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Stækka grunnskólann á Hellu

Stækka grunnskólann á Hellu

59
0
Búið er að steypa upp viðbygginguna við skólahúsið, sem segja má að sé í hjarta bæjarins, nálægt sundlaug og íþróttahúsi. mbl.is/Sigurður Bogi

Aðstaða fyr­ir tón­list­ar­nám og verk­náms­kennslu, bóka­safn, skóla­eld­hús, mötu­neyti nem­enda og aðstaða starfs­fólks eru í nýrri bygg­ingu grunn­skól­ans á Hellu sem nú er verið að reisa.

<>

Þetta er 2.700 fer­metra hús sem áformað er að verði til­búið að ári. Þetta er 2. áfangi í upp­bygg­ingu á skóla­svæðinu á Hellu. Kom­inn er í notk­un 1. áfangi, bygg­ingu hvar eru 4 til 6 kennslu­stof­ur.

Þriðji áfang­inn verður svo bygg­ing nýs leik­skóla, sem verður þar sem nú er íþrótta­völl­ur bæj­ar­ins. Í dag er leik­skól­inn á Hellu, Heklu­kot, á þrem­ur stöðum í bæn­um en þarft þykir að koma allri starf­sem­inni und­ir eitt þak.

Ætlað er að 2. áfangi stækk­un­ar grunn­skól­ans verði til­bú­inn að ári og hugs­an­legt er þá að hluti af starf­semi leik­skól­ans fái þar inni um stund­ar­sak­ir. Starf hans verði þá í tveim­ur hús­um í stað þriggja nú, með því óhagræði sem slíku aug­ljós­lega fylg­ir.

„Sam­fé­lagið hér er í vexti og ungt fjöl­skyldu­fólk vill skapa sína framtíð hér. Því fjölg­ar börn­un­um í skól­an­um hér. Fyr­ir ári voru grunn­skóla­börn hér um 150, þau eru 178 núna og gætu orðið um 200 eft­ir ár. Þetta er já­kvæð þróun. Í leik­skól­an­um eru nú 85 börn og fer fjölg­andi,“ seg­ir Jón G. Val­geirs­son, sveit­ar­stjóri Rangárþings ytra, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu um helgina á laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is