Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir næstu tvö árin

Framkvæmdir næstu tvö árin

97
0
egningarhúsið hefur staðið við Skólavörðustíg frá árinu 1874. mbl.is/RAX

Vinna við um­fangs­mikl­ar lag­fær­ing­ar inn­an­húss er haf­in í Hegn­ing­ar­hús­inu við Skóla­vörðustíg. Steypt­ar hafa verið und­ir­stöður und­ir veggi og gólf og nú er unnið að múr­viðgerðum veggja og lofta á neðri hæð.

<>

Þetta kem­ur fram í svari fjár­málaráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins. Þar seg­ir að við end­ur­gerðina sé horft til þess að allt hand­verk, efni og aðferðir standi vörð um menn­ing­ar­sögu­legt gildi húss­ins. Reiknað er með að fram­kvæmd­ir muni taka allt að tvö ár til viðbót­ar við mikl­ar end­ur­bæt­ur sem gerðar hafa verið á ytra byrði húss­ins síðustu ár.

Hegn­ing­ar­húsið er nú á for­ræði fast­eigna­fé­lags­ins Storðar ehf. sem komið var á fót í fyrra af hálfu rík­is­ins. Það fé­lag hef­ur látið vinna breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi sem fela í sér að koma megi veit­inga­húsi meðfram norður­vegg fang­els­is­garðs.

„Hvað varðar notk­un húss­ins þá er það enn til skoðunar hvaða starf­semi verði fyr­ir­komið í eign­inni. Unnið er eft­ir því grund­vall­ar­skil­yrði að húsið og fyrr­um fang­els­is­garður verði op­inn eða aðgengi­leg­ur al­menn­ingi. Miðað er við að end­an­leg ákvörðun um starf­semi í hús­inu verði tek­in þegar fram­kvæmd­ir inn­an­húss eru komn­ar lengra,“ seg­ir í svari fjár­málaráðuneyt­is­ins.

Heimild: Mbl.is