Home Fréttir Í fréttum Þjóðarhöll sleppur við mat á um­hverfis­á­hrifum

Þjóðarhöll sleppur við mat á um­hverfis­á­hrifum

62
0
Hér má sjá staðsetningu verðandi Þjóðarhallar ofan við Laugardalshöll við Suðurlandsbrautina.

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að Þjóðarhöll í Laugardal skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

<>

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Skipulagsstofnunar. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur til 30. september næstkomandi.

Hér má finna ákvörðun Skipulagsstofnunar, greinargerð framkvæmdaraðila, umsagnir umsagnaraðila og viðbrögð framkvæmdaraðila við þeim.

Ráðherra íþróttamála sagði í viðtali við fréttastofu í janúar að stefnt væri að því að höllin risi árið 2027. Ísland er á meðal gestgjafa á HM í handbolta árið 2031 ásamt Danmörku og Noregi.

Forval fyrir samkeppnisútboð vegna Þjóðarhallar var auglýst í mars.

„Nú er auglýst þetta forval og svo er gert ráð fyrir því að í sumar séu valin teymin sem munu taka þátt í því að skila inn tillögu um hönnun þessa mannvirkis og gera tilboð í það.

Í byrjun nýs árs verði valinn og gengið frá samningum við aðila um þetta. Þá geti framkvæmd hafist á því ári. Þetta eru mikil tímamót,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála.

Heimild: Visir.is