Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Vel gengur við byggingu nýs rannsóknahúss

Vel gengur við byggingu nýs rannsóknahúss

96
0
Mynd: NLSH.is

Vinna við rannsóknahús gengur vel. Byrjað er að einangra kjallaraveggi og undirstöður í rannsóknahúsi. Helstu verkþættir í uppsteypuverkinu eru fyllingar að undirstöðum og undir botnplötu, mótauppsláttur og járnun á kjallaraveggjum og botnplötu kjallara.

<>

Verktakinn mun í  lok ágúst vinna við seinustu undirstöður, steypa plötur og veggi í kjallara ásamt því að vinna við fyllingar, einangrun og tjörgun kjallara. Einnig er vinna við lagnir í jörðu að hefjast.

„Rannsóknahúsið er flókið hús, þar sem grunnmynd hússins er óregluleg ásamt því að í hönnuninni þarf að taka tillit til þeirrar viðkvæmu starfsemi sem verður í húsinu,” segir Jóhann Gunnar Gunnarsson, verkefnastjóri hjá NLSH.

Heimild: NLSH.is