Home Fréttir Í fréttum Þurfa 1,1 milljón til að hafa efni á afborgunum

Þurfa 1,1 milljón til að hafa efni á afborgunum

80
0
Nauðsynlegar tekjur fyrstu kaupenda til þess að geta staðið straum af verðtryggðum lánaafborgunum fyrir meðalíbúð eru nú rúmlega 70% hærri en þær voru í byrjun árs 2020. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrstu kaup­end­ur íbúðar­hús­næðis eiga enn erfiðara um vik en áður að kom­ast inn á fast­eigna­markaðinn. Á sama tíma standa ein­stak­ling­ar og fjöl­skyld­ur frammi fyr­ir þröng­um kost­um á leigu­markaði.

<>

Í mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar sem kom út á föstu­dag eru tek­in dæmi sem sýna að vegna hærri vaxta, hærra íbúðaverðs og þrengri lána­skil­yrða þurfa fyrstu kaup­end­ur íbúða að hafa mun hærri tekj­ur en fyr­ir fáum árum til að ráða við af­borg­an­ir af hús­næðislán­um.

Nauðsyn­leg­ar tekj­ur fyrstu kaup­enda til þess að geta staðið straum af verðtryggðum lána­af­borg­un­um fyr­ir meðal­íbúð eru nú rúm­lega 70% hærri en þær voru í byrj­un árs 2020. Á sama tíma hef­ur launa­vísi­tal­an hækkað um 43%.

Vegna reglna Seðlabank­ans frá því í sept­em­ber 2021 mega af­borg­an­ir af lán­um fyrstu kaup­enda ekki fara yfir 40% af ráðstöf­un­ar­tekj­um þeirra. „Nauðsyn­leg­ar mánaðar­tekj­ur fyrstu kaup­enda til að eiga efni á af­borg­un­um af 30 ára verðtryggðu hús­næðisláni á meðal­íbúð með 85% veðsetn­ing­ar­hlut­falli námu því 1,1 millj­ón króna í júlí 2024.

Til sam­an­b­urðar hefðu fyrstu kaup­end­ur ein­ung­is þurft að hafa 630 þúsund krón­ur í mánaðar­tekj­ur [í árs­byrj­un 2020] til þess að geta staðið straum af af­borg­un­um af sams kon­ar hús­næðisláni á meðal­íbúð með sömu greiðslu­byrði,“ seg­ir í skýrslu HMS.

Mánaðarleg greiðslu­byrði af 30 ára verðtryggðu láni á meðal­íbúð hækkaði úr 177 þúsund krón­um í janú­ar 2020 í 295 þúsund krón­ur í júlí sl. eða um 67%. Greiðslu­byrði 30 ára óverðtryggðs láns á meðal­íbúð hef­ur hækkað úr 217 þúsund krón­um í 564 þúsund krón­ur eða um 160% á tíma­bil­inu.

Meira í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is