Home Fréttir Í fréttum Heildarúttekt verður gerð á Brákarborg

Heildarúttekt verður gerð á Brákarborg

48
0
Torf fjarlægt af þaki leikskólans Brákarborgar. mbl.is/Árni Sæberg

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur samþykkti í síðustu viku til­lögu Ein­ars Þor­steins­son­ar borg­ar­stjóra um að Innri end­ur­skoðun og ráðgjöf Reykja­vík­ur­borg­ar verði falið að ráðast í heild­ar­út­tekt á ferl­inu í kring­um bygg­ingu leik­skól­ans Brákar­borg­ar við Klepps­veg í ljósi mögu­legra hönn­un­ar- og/​eða fram­kvæmdagalla.

<>

Í því fel­ist heild­ar­út­tekt á hönn­un, fram­kvæmd­um og eft­ir­liti við fram­kvæmd­ir leik­skól­ans. Einnig er óskað eft­ir því að Innri end­ur­skoðun og ráðgjöf geri til­lög­ur að um­bót­um í tengsl­um við ferlið.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð með til­lög­unni að leik­skól­inn Brákar­borg hafi verið opnaður á nýj­um stað 2022 í end­ur­gerðu hús­næði. Um­hverf­is- og skipu­lags­svið ákvað að fara í ít­ar­lega skoðun á burðar­virki Brákar­borg­ar í kjöl­far ábend­ing­ar starfs­fólks.

Í ljós kom að reiknað álag frá ásteypu­lagi og torfi á þak­inu væri meira en til­greint var á teikn­ing­um. Því sé ljóst að mis­tök voru gerð í hönn­un og/​eða fram­kvæmd við Brákar­borg. Reykja­vík­ur­borg hafi þegar sent öll­um verk­tök­um og ráðgjöf­um sem komu að verk­inu form­legt bréf þar sem til­kynnt er um mögu­lega hönn­un­ar- og eða fram­kvæmdagalla og að skoðað verði hvar ábyrgðin liggi.

Hneyksli og dómgreind­ar­leysi
Kol­brún Áslaug­ar Bald­urs­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins lét bóka á fundi borg­ar­ráðs að mál Brákar­borg­ar sé hneyksli og beri vott um dómgreind­ar­leysi fólks sem gef­ur sig út fyr­ir að vera sér­fræðing­ar á sviðinu.

„Nú vill meiri­hlut­inn að Innri end­ur­skoðun og ráðgjöf rann­saki málið en Flokk­ur fólks­ins tel­ur að finna þurfi aðila ótengd­an borg­ar­kerf­inu til að kryfja þetta mál ef finna á út hver ber ábyrgðina. Meiri­hlut­inn, ekki síst sá síðasti, hef­ur verið gapandi yfir ótrú­leg­ustu hlut­um og látið plata sig upp úr skón­um.

Hver man ekki eft­ir verk­inu Pálma­tré eða dönsku strá­un­um? Það eru eig­in­lega eng­in tak­mörk fyr­ir hvað vald­haf­ar borg­ar­inn­ar hafa látið temja sig út í mikla vit­leysu á kostnað borg­ar­búa,“ seg­ir m.a. í bók­un­inni.

Loka þurfti leik­skól­an­um Brákar­borg vegna galla við hönn­un eða bygg­ingu skól­ans. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Fram­sókn­ar, Pírata og Viðreisn­ar lögðu fram gagn­bók­un þar sem seg­ir að Reykja­vík eigi stærsta fast­eigna­safn lands­ins og fram­kvæmd­ir sem þeim teng­ist skipti hundruðum á hverju ári.

„Brákar­borg er veru­legt frá­vik sem kall­ar á ít­ar­lega rann­sókn. Málið er al­var­legt en starfs­fólk um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs og skóla- og frí­stunda­sviðs tók það strax föst­um tök­um, tryggði börn­un­um áfram­hald­andi leik­skóla­vist og ráðist var strax í fram­kvæmd­ir á hús­næðinu.

Til­lag­an kveður á um að Innri end­ur­skoðun og ráðgjöf geri heild­ar­út­tekt á ferl­inu í ljósi mögu­legra hönn­un­ar- og/​eða fram­kvæmdagalla. Þetta er hins veg­ar ekki staður og stund til að vera með sleggju­dóma, dóna­skap, ýkj­ur og upp­hróp­an­ir.

Sér­stak­lega frá­biður meiri­hlut­inn sér ærumeiðing­ar sem bein­ast að starfs­fólki borg­ar­inn­ar. Höld­um okk­ur við staðreynd­ir og vinn­um fag­lega í þágu borg­ar­búa,“ seg­ir síðan.

Fund­ar­gerð borg­ar­ráðs

Heimild: Mbl.is