Home Fréttir Í fréttum Fag­kaup kaupir Jóhann Ólafs­son & Co

Fag­kaup kaupir Jóhann Ólafs­son & Co

130
0
Bogi Þór Sigurodsson, stjórnarformaður og eigandi Fagkaupa. Ljósmynd: BIG

Fagkaup, sem er í jafnri eigu hjónanna Boga Þórs og Lindu, heldur áfram að stækka gegnum yfirtökur og samruna.

<>

Verslunar­sam­stæðan Fag­kaup ehf., sem á m.a. Johan Rönning, Sindra og Ál­tak, hefur komist að sam­komu­lagi um kaup á Jóhanni Ólafs­syni & Co. ehf.

Sam­keppnis­eftir­litið hefur nú sam­runa­til­kynningu fé­laganna til skoðunar.

Jóhann Ólafs­son & Co., sem sér­hæfir sig í þjónustu og sölu á ljósa­perum og lýsingar­búnaði, tapaði 25,4 milljónum króna í fyrra sam­kvæmt árs­reikningi.

Rekstrar­tekjur voru 578 milljónir króna og eigið fé var 89,6 milljónir í árs­lok 2023.

Fag­kaup, sem er í jafnri eigu Boga Þórs Sigur­odds­sonar og Lindu Bjarkar Ólafs­dóttur, hefur verið í mikilli út­rás á síðustu árum. Fé­lagið hefur keypt yfir tíu fyrir­tæki frá stofnun.

Johan Rönning var fyrsta fyrir­tækið sem hjónin festu kaup á árið 2003 en ó­hætt er að segja að um­svifin hafi aukist um­tals­vert frá þeim tíma. Fyrsta starfs­árið var veltan um 1,2 milljarðar en velta sam­stæðunnar árið 2022 var yfir 20 milljarðar.

Tveimur árum eftir kaupin á Johann Rönning keypti fé­lagið Sindra Stál áður en fé­lagið fjár­festi í raf­búnaðar­heild­sölunni S. Guð­jóns­son skömmu síðar. Alls keyptu hjónin um sjö fyrir­tæki á 14 ára tíma­bili frá stofnun.

Árið 2022 keypti Fag­kaup meðal annars BG Foss­berg, móður­fé­lag sér­verslunarinnar Foss­bergs sem selur iðnaðar­vörur og verk­færi. Kaup­verð Foss­bergs í við­skiptunum var ekki gefið upp, en eigið fé fé­lagsins nam 3,6 milljörðum króna í lok árs 2020.

Fag­kaup keypti málm­smíða­fyrir­tækið Hag­blikk sama ár á­samt Heild­verslun Ís­leifs Jóns­sonar.

Hagnaður Fagskaupa árið 2022 nam 2,1 milljarði króna og var eigið fé 3,6 milljarðar.

Heimild: Vb.is