
Í sumar hefur verið unnið að endurbótum á hinu sögufræga húsi Höfða. Kominn var tími á viðhald hússins.
Austurgafl hússins verður endurnýjaður. Meðal annars verður skipt um panilklæðningu, ramma í kringum glugga, dúk og lista. Þá verða þakskífur yfirfarnar.
Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er kostnaður áætlaður 15 milljónir króna. Verktaki er Þúsund fjalir ehf.
Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í gær.
Heimild: Mbl.is