Home Fréttir Í fréttum Mikil uppbygging við Flugvelli í Reykjanesbæ

Mikil uppbygging við Flugvelli í Reykjanesbæ

95
0
Hér má sjá yfir hluta athafnasvæðisins við Flugvelli. VF/Hilmar Bragi

Mikil uppbygging hefur verið á Flugvöllum í Reykjanesbæ undanfarin misseri og eftir lægð í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Fjölmörg fyrirtæki eru að koma sér þar fyrir.

<>

„Það eru í raun allar lóðir farnar sem við höfðum til úthlutunar. Það eru tvær lóðir sem við höfum ekki úthutað en þær eru undir knattspyrnuæfingarvellinum ofan við Iðavelli, en þær fara ekki í úthlutun fyrr en völlurinn verður aflagður,“ segir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær þeim lóðum verður úthlutað.

Fyrirtækin á Flugvöllum eru flest í ferðaþjónustutengdri starfsemi og í þjónustu við bíla. Þar er líka að finna hleðslustöðvar, eldsneytisstöð, smurstöð og dekkjaverkstæði. Þá eru Brunavarnir Suðurnesja með slökkvistöð við Flugvelli, svo eitthvað sé nefnt.

Heimild: Vf.is