VHE hóf á árinu að greiða af skuldabréfum til kröfuhafa vegna nauðsamnings frá 2021 en sú skuld nam 670 milljónum í árslok 2023.
Hagnaður VHE samstæðunnar nam 45 milljónum króna árið 2023 og drógst saman um 200 milljónir milli ára. Í skýrslu stjórnar segir að helstu áskoranir séu að skortur sé á hæfum iðnaðarmönnum auk hárra vaxta.
VHE hóf á árinu að greiða af skuldabréfum til kröfuhafa vegna nauðsamnings frá 2021 en sú skuld nam 670 milljónum í árslok 2023. Eigið fé var bókfært á 1.645 milljónir í lok síðasta árs og heildarskuldir 4.048 milljónum. Unnar Hjaltason er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi VHE.
Heimild: Vb.is