Home Fréttir Í fréttum Nokkur hótel á teikniborðinu

Nokkur hótel á teikniborðinu

73
0
Verkefnið er á undirbúningsstigi að sögn Gísla Steinars Gíslasonar forsvarsmanns félagsins Thlue Properties. mbl.is/Sigurður Bogi

Fram­boð á gist­ingu í Þor­láks­höfn og ná­grenni mun marg­fald­ast á næstu árum ef áform fjár­festa ná fram að ganga. Þau eru hluti af mik­illi upp­bygg­ingu sem er áformuð í Ölfusi á næst­um árum en fjallað var um áformin í Morg­un­blaðinu í vikunni.

<>

Eitt þess­ara verk­efna hef­ur vinnu­heitið Hót­el Black Beach og fel­ur í sér upp­bygg­ingu á hót­eli aust­an við golf­völl­inn við Þor­láks­höfn.

Sveinn Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Íslenskra fast­eigna, seg­ir verk­efnið á frum­stigi.

Spurður um tíma­áætl­un þessa verk­efn­is seg­ir Sveinn að hún liggi ekki end­an­lega fyr­ir. Gera megi ráð fyr­ir að það taki ár að ljúka hönn­un­inni og að síðan muni fram­kvæmd­ir taka um tvö ár en sam­kvæmt því gætu verklok orðið í fyrsta lagi árið 2027.

Allt að 140 her­bergja hót­el
Fé­lagið Thule Properties und­ir­býr bygg­ingu hót­els í Þor­láks­höfn. Gísli Stein­ar Gísla­son for­svarsmaður fé­lags­ins seg­ir verk­efnið á und­ir­bún­ings­stigi. Und­ir­bún­ing­ur þess hafi haf­ist fyr­ir um átta mánuðum.

„Við erum í fýsi­leika­könn­un og erum að leita til­boða til að áætla bygg­ing­ar­kostnað. Við erum meðal ann­ars að meta hvaða bygg­ing­araðferðir og hvaða stærð af hót­eli hent­ar best á þess­um stað.

Við höf­um heim­ild til að byggja upp und­ir 140 her­bergja hót­el en eig­um eft­ir að meta í hversu mörg­um áföng­um hót­elið verður byggt. Þá sér­stak­lega í ljósi þess höggs sem ferðaþjón­ust­an hef­ur orðið fyr­ir í ár. Það þarf að tíma­setja upp­haf fram­kvæmda vel,“ seg­ir Gísli Stein­ar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is