Home Fréttir Í fréttum Á annað hundrað húsa – og húsgagnasmiðir hafa lokið sveinsprófi hjá Akri

Á annað hundrað húsa – og húsgagnasmiðir hafa lokið sveinsprófi hjá Akri

91
0
Á myndinni eru Vigfús Kristinn, Jóhann Snorri, Eggert Kári og Stefán Gísli.

Trésmiðjan Akur er eitt elsta fyrirtækið á Akranesi. Frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1959 hafa á annað hundrað nemar í húsa – og húsgagnasmíði lokið sveinsprófi hjá fyrirtækinu.

<>

Fyrr í sumar luku tveir starfsmenn Akurs, Vigfús Kristinn Vigfússon og Jóhann Snorri Marteinsson, sveinsprófi í húsasmíði. Eggert Kári Karlsson lauk því námi í lok ársins 2023.

Stefán Gísli Örlygsson var húsasmíðanemum Akurs innan handar en hann er húsasmíðameistari.

Heimild: Skagafrettir.is