Home Fréttir Í fréttum Ráðast í viðgerð innviða fyrir 470 milljónir króna

Ráðast í viðgerð innviða fyrir 470 milljónir króna

125
0
Mynd: Vf.is

Aðgerðaáætlun um innviðaframkvæmdir frá framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ (Grindavíkurnefnd) var lögð fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur.

<>

Heildarkostnaður vegna viðgerða á innviðum innan þéttbýlis í Grindavík er áætlaður um 470 m.kr. og að framkvæmdatími forgangsröðunar 1-4 gæti orðið sex til níu mánuðir.

Gert er ráð fyrir að skipting heildarkostnaðar milli ríkisins og sveitarfélagsins verði þannig að ríkið greiði um 440 milljónir kr. og Grindavíkurbær 30 milljónir kr.

Á bæjarstjórnarfundinum var lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 30 milljónir kr. fyrir framlagi Grindavíkurbæjar sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. Bæjarstjórn samþykkir viðaukabeiðnina samhljóða.

Heimild: Vf.is