Home Fréttir Í fréttum Einn látinn og átta manns grafin undir rústum hótels

Einn látinn og átta manns grafin undir rústum hótels

55
0
Gafl hótelsins gaf sig með þeim afleiðingum að tvær hæðir hrundu. NRK/CHRISTIAN SCHULZ / DPA

Að minnsta kosti einn lét lífið og óttast er að átta séu grafin undir rústum gamals hótels sem hrundi að hluta til í Kröv, litlum ferðamannabæ í Rínarlandi-Pfalz, suðvestanvert í Þýskalandi.

<>

Lögregla kveðst hafa náð sambandi við sex úr hópnum samkvæmt fréttum útvarpsstöðvarinnar Südwestrundfunk. Talið er að nokkur hafi hlotið alvarlega áverka. Fimm af 14 gestum hótelsins tókst að komast út í tíma.

Gafl hótelsins gaf sig um ellefuleytið í gærkvöld að staðartíma með þeim afleiðingum að tvær hæðir féllu saman. Sjónarvottar segjast hafa heyrt háværan hvell og að þykkt rykský hafi þyrlast upp en ekki er vitað hvar varð til þess að gaflinn hrundi.

Heimild: Ruv.is